Fara í efni

Úttekt ESA á eftirliti með fiskafurðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar sem framkvæmd var 9 – 18 maí 2022. Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með fiskafurðum þ.m.t lýsi væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar er að Ísland hefur innleitt viðeigandi löggjöf EES og sett upp áhættumiðað eftirlitskerfi með framleiðsluferli fiskafurða. Þó sé úrbóta þörf á ákveðnum sviðum.

Athugasemdir ESA snúa að veitingu leyfa til fiskvinnslna, listum yfir skip og löndunarhafnir, opinberu eftirliti með löndunarhöfnum, eftirliti með góðum starfsháttum, greiningu hættu og mikilvægra stýristaða (HACCP kerfum fyrirtækja) og að opinberu eftirliti með skynmati og sníkjudýrum (hringormum) í fiskafurðum.

Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í lokaskýrslu og með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun Matvælastofnunar. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin.


Getum við bætt efni síðunnar?