Fara í efni

Útgáfa rekstrarleyfis til fiskeldis að Núpum III í Ölfusi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur veitt Samherja fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Núpum III í Ölfusi í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi þann 16. desember 2019 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 16. janúar 2020.

Samherji fiskeldi sótti um breytingu á rekstrarleyfi fyrir 120 tonna lífmassa seiðaeldi á laxi og bleikju að Núpum III í Ölfusi. Fyrirtækið var áður með rekstrarleyfi fyrir 150 tonna framleiðslu á laxa- og bleikjuseiðum. Umsókn um breytingu rekstrarleyfis var móttekin 24. október 2018. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Samherja fiskeldis FE-1148 að Núpum III í Ölfusi en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrritækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?