Fara í efni

Útflutningur á mjólkurafurðum til Rússlands

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Utanríkisráðherra skrifaði á mánudag undir samkomulag við rússnesk stjórnvöld fyrir hönd Matvælastofnunar um gagnkvæma vottun mjólkurframleiðenda sem mun opna fyrir útflutning íslenskra mjólkurafurða, þ.á.m. skyrs, mjólkurdufts og smjörs, inn á Rússlandsmarkað.

Samkvæmt samkomulaginu ábyrgist Matvælastofnun að íslenskir framleiðendur mjólkurafurða uppfylli þær gæðakröfur sem rússnesk yfirvöld gera til innflytjenda. Það greiðir leið íslenskra mjólkurafurða inn á Rússamarkað, og reyndar einnig til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, en ríkin þrjú gengu nýverið í tollabandalag. Líkist þessi samningur þeim sem undirritaður var í janúar 2010 um útflutning á kjöti og fiski til Rússlands.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?