Fara í efni

Upprunagreining laxa úr Haukadalsá

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um upprunagreiningu á meintum eldislöxum sem veiðst hafa í Haukadalsá.

Alls hafa verið greindir 11 laxar og staðfest er að 3 koma úr eldi. 8 af löxunum reyndust af villtum uppruna. Niðurstöður greininga benda til þess að uppruni eldislaxanna þriggja sé úr Dýrafirði.

Til Hafrannsóknarstofnunar eru að berast laxar sem sendir verða til erfðagreiningar. Matvælastofnun veitir frekari upplýsingar þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi erfðagreiningu laxa og uppruna þeirra.


Getum við bætt efni síðunnar?