Tréspíri í tékknesku áfengi
Frétt -
20.09.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar ferðamenn við að kaupa sterkt áfengi (vodka og romm) í Tékklandi vegna hættu á metanóleitrun. Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF að það séu í umferð nákvæmar eftirlíkingar af þekktum vörumerkjum í Tékklandi. Innhaldið er metanól (tréspíri) sem er lífshættulegur og veldur blindu eða jafnvel dauða. Í Tékklandi hafa 19 manns dáið og 36 eru alvarlega veikir á sjúkrahúsi af völdum metanóleitrunar. Einnig hafa verið tilvik sem tengjast þessum drykkjum í Póllandi og Slóvakíu.