Fara í efni

Tímabundin undanþága frá hámarksinnihaldi kadmíums í áburði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um tímabundna undanþágu hámarksinnihalds kadmíums í áburði. Hækkunin er úr 50 mg kadmíums í kg fosfórs í 150 mg kadmíums í kg fosfórs. Breytingin gildir út árið 2023.

Þessi undanþága er veitt vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi, en nær allur fosfór sem hefur verið í áburði á markaði hérlendis kemur þaðan, en hann er kadmíumsnauður. Ekki er búist við að unnt sé að kaupa fosfór frá Rússlandi á næsta ári og því þarf að fá hann frá öðrum löndum t.d. frá Norður Afríku. Sá fosfór er með mun meira kadmíum og kostnaðarsamt að hreinsa hann.

Þessi tímabundna undanþága er talin hættulítil og fyrst og fremst sett til að auðvelda aðgengi að fosfóráburði fyrir næsta vor.

Innflytjendur áburðar eru eftir sem áður hvattir til að kaupa áburð með eins lágu kadmíuminnihaldi og mögulegt er.

Hlekkur á reglugerðarbreytinguna: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=14aa3e1f-64eb-4cf2-9870-4bf23fbdd463

Sjá nánar um fosfórbirgðir og kadmíuminnihald: https://operaresearch.eu/wp-content/uploads/2019/11/EN_WEB_Cadmium-threshold-in-phosphorous-fertilizers.pdf


Getum við bætt efni síðunnar?