Fara í efni

Tillaga að rekstrarleyfi Laxa eignarhaldsfélags í Reyðarfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Laxa eignarhaldsfélag ehf. til sjókvíaeldis á 3.000 tonnum af laxi í Reyðarfirði. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2018 um viðbótarframleiðslu Laxa eignarhaldsfélags ehf. (áður Laxar fiskeldi ehf.) á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Fyrir hefur fyrirtækið rekstrarleyfi til framleiðslu á 6.000 tonnum og er tillaga að rekstrarleyfi viðbót við núverandi starfsemi.

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar allt að 3.000 tonna hámarkslífmassa af laxi á hverjum tíma. Með viðbótinni verður eldi fyrirtækisins allt að 9.000 tonn í firðinum. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar leiddi til breytingar á umsókninni og því snýr þessi auglýsing að allt að 3.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma í stað 10.000 tonna. 

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. maí 2020.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?