Tilkynning til bænda á hamfarasvæðum um greiðslumark mjólkur
Frétt -
04.06.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þann 18. maí s.l.
samþykkti Alþingi breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum. Tilgangur breytinganna var m.a. sá að veita heimild til
að mjólkurbændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli geti notið
stuðnings af beingreiðslum, þó framleiðsla þeirra hafi raskast eða
lagst niður.
|
Bændur geta því nú lagt inn greiðslumark sitt, eða hluta þess, og notið beingreiðslna þó ekki komi innlegg á móti beingreiðslum. Eins eiga bændur nú kost á að láta frá sér gripi sína og gera samkomulag við annan bónda um tímabundna nýtingu greiðslumarks síns. Slíkt samkomulag getur náð til alls greiðslumarks viðkomandi bónda sem orðið hefur fyrir röskun á framleiðslu sinni, eða hluta þess. Vilji menn nýta sér þá möguleika sem nú bjóðast er hér hægt að nálgast tilkynningar sem skila þarf til Matvælastofnunar, hvort heldur um er að ræða innlögn greiðslumarks eða samkomulag um tímabundna nýtingu greiðslumarks á öðru býli. |
Tilkynningar sem skila þarf til Matvælastofnunar:
Samkomulag um tímabundna nýtingu greiðslumarks
Tilkynning um tímabundna innlögn greiðslumarks mjólkur