Fara í efni

Tíðni eftirlits með fiskeldisstöðvum byggt á áhættuflokkun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur tekið í notkun áhættuflokkunarkerfi til að meta eftirlitsþörf hjá fiskeldisstöðvum hvað varðar eftirlit með búnaði og rekstri. Tíðni eftirlits með starfsemi á þessu sviði er frá og með 2021 byggt á áhættuflokkun.

Tilgangur áhættuflokkunar er að leggja hlutlaust mat á þá áhættu sem fylgir hverri tegund starfsemi. Við áhættuflokkunina eru metnar helstu hættur sem tengjast rekstri og búnaði í fiskeldi á Íslandi. Þannig verður mögulegt að byggja umfang og tíðni opinbers eftirlits á áhættuflokkun eins og skylt er samkvæmt 52. gr reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi og hafa tíðni eftirlits í réttu hlutfalli við áhættuna. Áhættumiðað eftirlit tryggir að eftirliti sé forgangsraðað út frá áhættu.

Stefnt er að því að endurskoða kerfið eftir 2 ár og þá verður metið hvort bæta eigi við frammistöðuflokkun til að meta eftirlitsþörf.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?