Fara í efni

Takmörkun á innflutningi matvæla frá Kína

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 8. október sl. var birt Auglýsing nr. 935/2008 um bann eða takmörkun á innflutningi og varúðarráðstafanir vegna matvæla sem innihalda mjólk eða mjólkurafurðir sem upprunnar eru í Kína eða sem fluttar eru frá Kína. Hún er birt með hliðsjón af ákvörðun ESB nr. 2008/575.

Samkvæmt áhættumati sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur gert, geta samsettar vörur frá Kína innihaldið mjólkurduft mengað af melamíni. Mengunin gæti verið það mikil að mikil neysla valdi eituráhrifum, einkum hjá börnum.

Evrópusambandið hefur því tekið ákvörðun um að banna innflutning inn á EES á samsettum matvælum, sem upprunnin eru í Kína eða innflutt frá Kína, sem innihalda mjólk eða mjólkurafurðir ætluðum ungum börnum. Einnig að takmarka innflutning á samsettum matvælum frá Kína sem innihalda meira en 15% af mjólkurafurðum


Hvað þurfa innflytjendur að gera?


Fyrirtæki sem flytja inn matvörur frá Kína sem innihalda mjólk eða mjólkurafurðir og eru sérstaklega ætlaðar ungbörnum eða smábörnum skulu innkalla vörur sínar af markaði sem auglýsingin fjallar um. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga munu hafa eftirlit með því að ákvæðum auglýsingarinnar verði framfylgt.


Ýmis samsett matvæli eru líkleg til að innihalda mjólkurduft
Við innflutning matvæla frá Kína eða sem upprunnin eru í Kína og  innhalda mjólk eða mjólkurafurðir þarf nú að leggja fram skjöl sem staðfesta að mjólkurinnihald sé undir 15%. Fyrir þær vörur sem innihalda meira en 15% af mjólk þarf að sýna fram á að þær innihaldi ekki meira en 2,5 mg/kg af melamíni. Ef innflytjandi getur ekki lagt fram trúverðug gögn verða sýnishorn tekin og send í mælingar erlendis á melamín innihaldi. Bíða verður með afgreiðslu vörunnar þar til niðurstöður rannsóknar liggja fyrir. Allur kostnaður við innflutningseftirlit, mælingar og förgun ef til þess kemur fellur á innflytjanda.
Vörum með melamíninnihald yfir 2,5 mg/kg verður fargað.


Samsett matvæli sem líkleg eru til að
innihalda mjólkurafurðir um eða yfir 15%:

  • Súkkulaði
  • Kex
  • Karamellur og sælgæti
  • Kaffi- og kakódrykkjarduft
  • Bökunarvörur
  • Súpur
  • Snakk og þurrvörur
Á innihaldslýsingu:
  • Milk powder
  • Whole milk powder
  • Skimmed milk powder
  • Milk protein concentrate
  • Whey protein
  • Butter                                    
  • Lactose
  • Casein
Nánari upplýsingar um innflutning veitir Herdís M. Guðjóndóttir hjá Matvælastofnun í síma 530-4800.


Sjá einnig:




Getum við bætt efni síðunnar?