Sýklalyfjadagur – málþing 18. nóvember
Frétt -
15.11.2022
Í tilefni af evrópska sýklalyfjadeginum (European Antibiotic Awareness Day) mun sóttvarnalæknir halda málþing um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi föstudaginn 18. nóvember kl. 09:00–11:20 í húsnæði embættis landlæknis að Katrínartúni 2, sjá nánar í dagskrá.
Hámarksfjöldi í sal verður 50 manns en einnig verður hægt að tengjast fjarfundi gegnum Teams. Hlekkur verður sendur á skráða einstaklinga. Ekkert þátttökugjald.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 16.11.2022 með tölvupósti á netfangið juliana.hedinsdottir@landlaeknir.is. Vinsamlegast takið fram hvort þið hyggist mæta á staðfund eða óskið eftir tengli á fjarfund.
Stefnt er að því að hafa upptöku aðgengilega á vef embættis landlæknis og samfélagsmiðlum eftir fundinn.