Fara í efni

Stuðningsgreiðslur til bænda

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í dag, 1. febrúar, gekk búnaðarmálaskrifstofa Matvælastofnunar frá öllum stuðningsgreiðslum til bænda vegna febrúar mánaðar. Um var að ræða uppgjör fyrir árið 2015 vegna beingreiðslna í mjólk, beingreiðslur í garðyrkju vegna framleiðslu í desember, beingreiðslur í sauðfé fyrir febrúar 2016, geymslugjald bænda vegna framleiðslu ársins 2015, gripagreiðslur í nautgriparækt vegna febrúar 2016, beingreiðslur í mjólkurframleiðslu vegna febrúar 2016 og beingreiðslur í ull vegna innlagðrar ullar í nóvember og desember 2015.

Bændur geta nálgast upplýsingar um greiðslur á Bændatorginu undir rafræn skjöl. Getum við bætt efni síðunnar?