Strok laxfiska úr landeldisstöð
Frétt -
27.09.2024
Þann 3. september 2024 varð óhapp við dælingu seiða á milli húsa Háafells á Nauteyri við Ísafjarðardjúp . Dæling seiða hófst kl. 11:45 en var stöðvuð um 5 mínútum síðar þegar í ljós kom að krani á drenlögn var ekki að fullu lokaður. Fiskur hafði farið um opinn kranann og niður í fjöru.
Fyrirtækið virkjaði strax viðbragðsáætlun vegna stroks og setti út net. Starfsfólk Háafells náði að tína upp seiði sem voru eftir í drenlögninni og seiði sem sprikluðu í fjöruborðinu. Um 50 seiði náðust að auki í net. Alls náði starfsfólk Háafells 2.560 seiðum
Þrátt fyrir viðbrögð starfsfólks er ekki hægt að útiloka að um 150 seiði muni hafa komist í sjó fram samkvæmt lífmassabókhaldi fyrirtækisins. Seiðin voru um 120g að stærð og sjógönguhæf.