Fara í efni

Strandveiðar hófust 2. maí

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Veiðarnar munu standa i fjóra mánuði, eða svo lengi sem kvóti hvers mánaðar endist.

Eitt af hlutverkum Matvælastofnunar er að hafa eftirlit með meðferð afla sem og að kanna við hvaða aðstæður aflinn er unninn. Sumarið 2012 voru eftirlitsmenn að störfum á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Fylgst var með aflameðferð um borð í bátum, hitastig aflans var mælt og kannaðar aðstæður til löndunar á höfnum.

Þann 1. september s.l. gekk í gildi reglugerð (nr. 528/2012) þar sem orðrétt segir: „Hitastig afla skal vera undir 4°C, fjórum klukkustundum eftir að aflinn er tekinn um borð.“ Til þess að ná þessu marki þurfa margir að taka sig á. Í júlímánuði 2012 reyndist meðalthiti afla vera yfir 4°C á flestum svæðum. Vestfirðir skáru sig þó úr og var meðalhitastigið þar 2,6°C. Vestfirðingar nota fremur krapa en ís til kælingar og yfirburðir krapa, sem kælimiðils komu greinilega fram við eftirlitið í fyrra sbr. mynd 4 í skýrslu um hitastigsmælingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?