Fara í efni

Stöndum vörð um heilsu og velferð íslenska hestsins

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og Horses of Iceland hafa gefið út uppfærðar reglur um smitvarnir við komu hestamanna til landsins. Reglurnar eru aðgengilegar á www.mast.is (hér á .pdf formi og hér á .png formi) og www.horsesoficeland.is.

Skjalið er á ensku og sérstaklega ætlað erlendum ferðamönnum sem heimsækja hestaleigur og aðra hestatengda starfsemi hér á landi en einnig fólki sem heimsækir hestabúgarða eða kemur þangað til vinnu. Mikilvægt er að upplýsingarnar berist ferðamönnum áður en þeir leggja af stað til Íslands og eru fyrirtæki og einstaklingar í hestatengdri starfsemi beðnir um að koma þeim á framfæri til viðskiptavina sinna.

Sömu reglur gilda að sjálfsögðu fyrir Íslendinga sem heimsækja hestatengda starfsemi erlendis, bæði atvinnufólk og almenna ferðamenn.

Skorað er á alla hestamenn að kynna sér reglurnar vel og halda þeim á lofti. 

Reglurnar má einnig sjá hér að neðan (á ensku): 


Getum við bætt efni síðunnar?