Stjórnvaldsákvarðanir MAST í ágúst 2024 vegna eftirlits með dýravelferð
Frétt -
13.09.2024
Stjórnvaldssekt ákvörðuð vegna dýrahalds á Suðvesturlandi
Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 240.000 kr. á sauðfjárbónda vegna verulegra annmarka á öryggi og aðbúnaði fjár að loknum sauðburði.
Tveir einstaklingar kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns Matvælastofnunar
Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því skuli sæta refsingu.
Um er að ræða tvö óskyld tilvik sem áttu sér stað við eftirlit Matvælastofnunar á Suðurlandi fyrr á þessu ári. Þau hafa nú verið kærð til lögreglu.