Fara í efni

Stefna stjórnvalda gegn sýklalyfjaónæmi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Starfshópur með yfirdýralækni, sóttvarnalækni og sérfræðing Keldna innanborðs skilaði árið 2017 tillögum um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðismálaráðherra undirrituðu í lok síðustu viku yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr þessari útbreiðslu. Með yfirlýsingunni verða tillögur starfshópsins að opinberri stefnu íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn þessari vaxandi ógn.

Tillögur starfshópsins eru settar fram í 10 liðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðráðherra hefur nú skipað stýrihóp sem falið er að móta og hrinda í framkvæmd verkþáttum undir hverjum lið til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Hópurinn er skipaður yfirdýralækni, sóttvarnalækni og sérfræðingi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Fyrirhugað er að halda málþing um sýklalyfjaónæmi á Íslandi á vegum Matvælastofnunar og samstarfsstofnana. Málþingið verður auglýst síðar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?