Fara í efni

Starfslok Sigurðar Sigurðarsonar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 30. september sl. hélt Matvælastofnun samsæti í höfðuðstöðvum sínum á Selfossi  til að marka þau tímamót að Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma væri að láta af störfum eftir um 40 ára óþrjótandi baráttu við að bæta og standa vörð um heilbrigði íslensks búfjár.

Sigurður starfaði framan af sem sérfræðingur Sauðfjárveikivarnanna, sem þá var sér stofnun, síðan hjá yfirdýralæknisembættinu sem dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma og  forstöðumaður Rannsóknadeildar dýrasjúkdóma sem staðsett var á Keldum, síðan hjá Landbúnaðarstofnun á Selfossi, nú Matvælastofnun.



Eftir Sigurð liggja fjölmargar greinar í erlendum vísindatímaritum og í  íslenskum fagblöðum landbúnaðarins. Árið 2006 var hann sæmdur riddarakrossi fyrir störf sín  í þágu dýralækninga og sjúkdómavarna.

Í samsætinu flutti Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kveðju sína og ráðherra og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir þakkaði Sigurði fyrir ómetanlegt framlag til búfjársjúkdómavarna á liðnum áratugum.

Fram kom að eftirmaður Sigurðar sem dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma verður Þorsteinn Ólafsson sem tekur til starfa  frá og með næstu áramótum.



Getum við bætt efni síðunnar?