Fara í efni

Starfshópur kynnir aðgerðir á ráðstefnu um sýklalyfjaónæmi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun minnir á ráðstefnu stofnunarinnar og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) um sýklalyfjaónæmi næsta mánudag kl. 13:30 - 16:30. 

Á ráðstefnunni verður farið yfir hver staða sýklalyfjaónæmis er á Íslandi og í Evrópu og hvernig verjast megi frekari aukningu á lyfjaónæmum bakteríum í matvælum, mönnum og dýrum. Íslenskur starfshópur, sem skipaður var af velferðarráðuneytinu og falið að leggja fram tillögur um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi, mun kynna niðurstöður sínar á ráðstefnunni. 

Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is og er skráningarfrestur til og með 11. maí. Taka þarf fram nafn, fyrirtæki/samtök/stofnun og netfang við skráningu. Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?