Fara í efni

Staða nýrrar reglugerðar um Skráargatið - framhald

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun birti frétt á heimasíðu stofnunarinnar þann 8. september sl. vegna draga að nýrri reglugerð um Skráargatið hér á Íslandi. Í fréttinni voru birt drög að nýjum reglugerðum á ensku sem tilkynntar höfðu verið til Evrópusambandsins, skv. tilskipun 98/34/EB. Drögin voru jafnframt send til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og hafa þau nú verið birt á heimasíðu ESA á íslensku.

Notification No    Title original language
   Title English language    End of Standstill 
2014/9016/IS
  Drög að nýrri reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla
  Draft for a new Regulation on the use of the Keyhole label in the marketing of foodstuffs
  01/12/2014

Vert er að hafa í huga að drögin eru í bið (standstill period). Biðtíminn gefur aðildarríkjum, framkvæmdastjórn ESB og ESA tíma til að gera athugasemdir við drögin. Reglugerðin hefur því ekki tekið gildi hérlendis og mun ekki gera það fyrr en hún er gefin út með formlegum hætti af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og birt í stjórnartíðindinum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?