Fara í efni

Smitvarnir í hænsnakofanum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Hvað getur þú gert til að halda hænunum þínum frískum?

 

 
 

  1. Fylgstu vel með fuglunum þínum og þekktu einkenni hættulegra sjúkdóma. Mikilvægt er að uppgötva sjúkdóm snemma
  2. Láttu vita ef fuglarnir þínir veikjast eða deyja og þig grunar smitandi sjúkdóm. Þú getur hringt í þinn dýralækni eða í dýralækni hjá Matvælastofnun
  3. Hugaðu að smitvörnum

    Haltu hreinu
  • Þvoðu hendur áður en þú ferð til fuglanna
  • Þrífðu búrin og skiptu um vatn og mat daglega
  • Þvoðu og sótthreinsaðu tæki og tól sem komast í snertingu við fuglana. Mikilvægt er að fjarlægja skít af tækjum áður en þau eru sótthreinsuð. Ef þú færð lánaða hluti frá öðrum hreinsaðu þá og sótthreinsaðu áður en þau komast í snertingu við þína fugla
  • Hreinsaðu og sótthreinsaðu skóna þína eða vertu með sér skó sem þú ferð í þegar þú ferð til fuglana. Skítur undir skóm er greið leið fyrir smitefni að berast til fuglanna
  • Vertu með sér föt sem þú notar einungis þegar þú ferð til fuglanna. Skiptu svo um föt þegar þú ferð inn á heimili þitt

    Haltu fjarlægð
  • Ef að gestir sem eiga líka fugla koma í heimsókn, haltu þeim þá frá þínum fuglum. 
  • Reyndu að forðast að heimsækja aðra bæi sem halda hænsnfugla
  • Ef þú hefur verið nálægt öðrum fuglum, þvoðu þá og sótthreinsaðu föt og tæki sem gætu hafa komist í snertingu við fuglana
  • Ef þú hefur farið með fugl frá þér á sýningu, haltu þeim þá frá þínum fuglum í 2 vikur. Ef þú kaupir nýja fugla, haltu þeim þá aðskildum í 30 daga áður en þú setur þá saman við hópinn
  • Ekki deila tækjum eða svæði sem þú notar fyrir fuglana með nágrönnum þínum eða öðrum fuglaeigendum. Ef þú þarft nauðsynlega að lána tæki og tól, þvoðu þá og sótthreinsaðu þau fyrir notkun hjá þínum fuglum
  • Íhugaðu að girða af svæði fyrir utan staðinn sem þú ert með fuglana þína á, til að hindra að fólk geti borið smit í fuglana þína
  • Passaðu vel að villtir fuglar komist ekki í snertingu við þína fugla. Passaðu líka upp á að nagdýr komist ekki að fuglunum og að þú sért með skordýravarnir
  • Fargaðu dauðum fuglum á réttan hátt. Ef fugl deyr hjá þér, notaðu þá hanska og settu hann í plastpoka sem lekur ekki. Settu svo plastpokann í annan plastpoka áður en þú setur hann í ruslið. Þvoðu síðan hendurnar og umhverfið innandyra sem fuglinn gæti hafa komist í snertingu við

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?