Fara í efni

Smitvarnir eru lykilatriði

Smitvarnir eru besta leiðin til þess að varna því að sjúkdómar berist inn á bú. Afrísk svínapest hefur nú greinst í villisvínum í Svíþjóð.

Afrísk svínapest greinist reglulega í villisvínum í Evrópu og einnig á svínabúum. Engin lækning er við sjúkdómnum né hægt að verjast honum með bóluefni. Veiran sem veldur sjúkdómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr. Veiran getur lifað lengi í frosnu og þurrkuðu kjöti og getur því dreifst með matvælum ef svín komast í sýkt matvæli. Einnig getur veiran breiðst út með fólki sem getur borið veiruna með sér á fatnaði eða skóbúnaði, hafi það verið á svæðum þar sem veiran er til staðar. Afrísk svínapest greindist nýverið í villisvínum í Svíþjóð og því er ástæða til að minna á mikilvægi smitvarna.

Matvælastofnun hefur útbúið smitvarnarráð fyrir svínabændur, á íslensku og ensku, sem má nálgast hér að neðan og er tilvalið til að hengja upp á búunum til áminningar.

Smitvarnir

Biosecurity


Getum við bætt efni síðunnar?