Fara í efni

Skrifstofustarf á umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Skrifstofustarf – fullt starf


Helstu verkefni:


  • Almenn ritarastörf

  • Móttaka og afgreiðsla vottorða

  • Skráninga og úrvinnsla gagna 

  • Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni


Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun

  • Reynsla af ritara- og skrifstofustörfum æskileg

  • Góð tungumálakunnátta

  • Haldgóð þekking og reynsla af tölvuvinnslu

  • Nákvæm og öguð vinnubrögð

  • Færni í mannlegum samskiptum


Nánari upplýsingar um starfið veita Hafsteinn Hannesson (hafsteinn.hannesson@mast.is) og Þorvaldur H. Þórðarson (thorvaldur.thordarson@mast.is) í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Skrifstofustarf” eða með tölvupósti á mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2008. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Matvælastofnun tók til starfa 1. janúar 2008 og tók þá yfir verkefni Landbúnaðarstofnunar, matvælasviðs Umhverfisstofnunar og matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu. Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti og þjónustu við íslenskan landbúnað og sjávarútveg, fyrirtæki og neytendur. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að öryggi matvæla og neytendavernd, standa vörð um heilbrigði dýra og plantna, stuðla að aukinni velferð dýra, hafa eftirlit með áburði, fóðri, sáðvöru og veiði í ám og vötnum, sinna stjórnsýslu vegna kjötmats, almenns búfjáreftirlits og búvara. Starfsmenn eru um 75 talsins. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu stofnunarinnar, www.mast.is.

 


Getum við bætt efni síðunnar?