Fara í efni

Sérgreinadýralæknir lagareldis

Hefur þú áhuga á að stuðla að ábyrgu lagareldi og standa vörð um heilbrigði og velferð lagardýra?

Matvælastofnun óskar eftir að ráða jákvæðan og metnarfullan dýralækni sem hefur áhuga á að þróa þekkingu sína á lagareldi. Starfið er án staðsetningar og felur í sér tækifæri til að móta og skapa framtíð í fiskeldisdeild sem ætlar sér að verða leiðandi í verkefnamiðuðu vinnulagi og árangursdrifinni nálgun á viðfangsefni.

Lagareldi er fjölbreytt atvinnugrein með mörgum undirgreinum, s.s sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Lagareldi á sér langa sögu á Íslandi en hefur vaxið hratt síðasta áratuginn, fyrst og fremst í sjókvíaeldi á laxi. Miðað við núverandi áform getur lagareldi orðið ný stoð í íslenska hagkerfinu og mikilvægt að greinin þróist og vaxi með sjálfbærum hætti.

Markmið fiskeldisdeildar Matvælastofnunar er að stuðla að ábyrgu lagareldi og standa vörð um heilbrigði og velferð lagardýra. Traust, gagnsæi og fagleg umgjörð er lykilatriði til að greinin fái að vaxa og dafna í sátt við umhverfið og samfélagið.

Til að ná háleitum markmiðum þarf frábæra liðsheild. Þess vegna leitum við að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að hafa áhrif á ábyrgt lagareldi. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki, þjálfum það og leiðbeinum um allt sem snýr að fiskeldi og því er ekki krafa um reynslu af fiskeldi.

Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru: FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hanna og viðhalda áhættumati samkvæmt kröfum EES/ESB
  • Áherslur, tíðni og umfang eftirlits með velferð og smitvörnum í lagareldi
  • Útgáfa heilbrigðisvottorða
  • Hönnun skoðunarhandbóka og gátlista fyrir eftirlit með velferð og smitvörnum
  • Umsjón með þjálfun eftirlitsfólks með velferð og smitvörnum
  • Ábyrgð á ítareftirliti með smitvarnaráætlunum og velferðaráætlunum lagareldisfyrirtækja
  • Úrvinnsla gagna og miðlun niðurstaðna
  • Aðkoma að uppbyggingu og þróun fiskeldisdeildar

Hæfniskröfur

  • Dýralæknismenntun og réttindi til dýralækninga
  • Þekking á sjúkdómum eldisfiska kostur
  • Þekking á stjórnsýslu og löggjöf um dýrasjúkdóma og dýravelferð kostur
  • Þekking á gagnaúrvinnslu kostur
  • Nákvæmni, frumkvæði, lausnarmiðuð nálgun og sjálfstæði í starfi
  • Geta til að vinna undir álagi, þrautseigja og aðlögunarhæfni
  • Góð samskiptafærni og teymishæfni
  • Íslenskufærni  málfar og ritun C1 skv. samevrópska tungumálarammanum æskileg
  • Enskufærni i málfar og ritun B2 skv. samevrópska tungumálarammnum
  • Þekking á norðurlandamáli kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Dýralæknafélag Íslands hafa gert.

Vanti umsækjanda sérhæfingu er í boði að sækja sér hana með stuðningi stofnunarinnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út nema að umsækjandi ákveði annað.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 13.10.2025

Nánari upplýsingar veitir

Karl Steinar Óskarsson, karl.oskarsson@mast.is

Sími: 530 4800


Getum við bætt efni síðunnar?