Fara í efni

Sérgreinadýralæknir - Inn-og útflutningsdeild

Viltu taka þátt í að stuðla að matvælaöryggi og fyrirbyggja að dýrasjúkdómar berist til landsins?

Matvælastofnun leitar að leiðandi sérfræðingi í starf sérgreinadýralæknis á inn- og útflutningsdeild á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík. Um fullt starf er að ræða sem felur í sér yfirumsjón verkefna vegna eftirlits með innflutningi dýraafurða með það að markmiði að tryggja öryggi innfluttra matvæla og fyrirbyggja að til landsins berist smitandi dýrasjúkdómar. Á inn- og útflutningsdeild starfa 13 sérfræðingar og mikil áhersla er lögð á teymisvinnu og umbætur í verklagi.

Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hafa yfirsýn og þekkingu á löggjöf sem snýr að innflutningi dýraafurða.
  • Viðhalda og miðla gæðaskjölum og leiðbeiningum.
  • Samskipti við hagaðila, þ.e. stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.
  • Þátttaka í ráðstefnum og námskeiðum.
  • Skipulag og framkvæmd eftirlits.
  • Teymisstjórn landamæraeftirlitsteymis.
  • Leiða viðbrögð vegna frávikamála.
  • Virk þátttaka í umbótastarfi.

Hæfniskröfur

  • Dýralæknismenntun og gilt starfsleyfi á Íslandi.
  • Þekking á eða reynsla af eftirliti er kostur.
  • Öguð vinnubrögð, góð samskiptahæfni og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi.
  • Reynsla og innsýn í opinbera stjórnsýslu æskileg.
  • Góð framkoma og lipurð í samskiptum.
  • Íslenskufærni: málfar og ritun B2 skv. samevrópska tungumálarammanum æskileg.
  • Enskufærni: málfar og ritun C1 skv. samevrópska tungumálarammanum.

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er um á starfatorgi.is

Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í sex mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað.


Getum við bætt efni síðunnar?