Fara í efni

Sérfræðingur í plöntusjúkdómum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á inn- og útflutningsskrifstofu MAST í Reykjavík í starf sérfræðings í vöktun og eftirliti með plöntusjúkdómum. Um er að ræða fullt starf frá og með 1. janúar 2012.

Helstu verkefni:

  • Eftirlit með innflutningi og útflutningi plantna og plöntuafurða
  • Skráning á innflutningi plantna og plöntuafurða
  • Eftirlit með kartöfluútsæði og sjúkdómum og meindýrum í annarri innlendri ræktun
  • Eftirlit með innflutningi, framleiðslu og útflutningi á sáðvöru
  • Vottun fyrirtækja vegna hitunar og merkinga viðarumbúða
  • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin

Starfið krefst góðrar samvinnu við tollyfirvöld, erlenda plöntueftirlitsaðila, innflytjendur plantna og plöntuafurða, framleiðendur viðarumbúða, innlenda plönturæktendur, aðra sérfræðinga, ráðunauta o.fl. Starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sérhæfa sig og sérmennta á þessu fagsviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í líffræði, búvísindum, garðyrkju, skógrækt eða annarri menntun sem talin er henta til starfsins.
  • Góð þekking á plöntum og plöntusjúkdómum
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veita Þorvaldur H. Þórðarson og  Hafsteinn Jóh. Hannesson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Sérfræðingur-plöntusjúkdómar” eða með tölvupósti á starf@mast.is.  Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2011 og verður öllum umsóknum svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.


Getum við bætt efni síðunnar?