Fara í efni

Sellerí ekki tilgreint í mexíkóskri súpu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir selleríi við neyslu á Mexíkóskri súpu sem fyrirtækið Ora ehf. framleiðir. Varan inniheldur sellerí sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogssvæðis.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Ora
  • Vöruheiti: Mexíkósk súpa
  • Strikamerki: 5 690519 222502
  • Framleiðandi: Ora (Ísam ehf)
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: B.f. 16.03.2024 – L31873
  • Dreifing: Verslanir um land allt

Innkölluð Ora súpa

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar má fá hjá gæðastjóra Ora á netfanginu gaedastjori@ora.is eða hjá ÍSAM s: 522-2700.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?