Fara í efni

Samningar um heilbrigðiskröfur v. íslenskra afurða á Kínamarkað

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Samningar um heilbrigðiskröfur fyrir íslenskar fiskeldisafurðir, fiskmjöl, lýsi og ull voru undirritaðir hjá Matvælastofnun á Selfossi 24. maí s.l. Í samningunum koma fram sérkröfur og skilyrði sem þarf að uppfylla varðandi útflutning á þessum afurðum til Kína. 

Matvælastofnun hefur unnið að samningsgerðinni undanfarin fjögur ár með það að markmiði að opna markaði fyrir íslenskar afurðir. Samningarnir gera framleiðendum kleift að flytja út íslenskar fiskeldisafurðir, fiskimjöl, lýsi og ull til Kína.

Samningarnir hafa nú verið birtir á vef stofnunarinnar. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?