Salmonellusmit í kjúklingi
Frétt -
29.11.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matfugl hefur innkallað ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Um er að ræða ferska kjúklinga með rekjanleikanúmer 215-10-42-1-04 og 011-10-42-2-01 Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum eru beðnir um að skila vörum þar sem þær voru keyptar eða til Matfugls ehf. Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ.
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum um eldun á umbúðum er fylgt, er ekki talin hætta á að fólki geti smitast af salmonellu ef kjarnhiti nær 72°C.