Salmonella í svínseyrum fyrir gæludýr
Frétt -
08.06.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Fyrirtækið Petmark ehf hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað svínseyru fyrir gæludýr eftir að salmonella greindist í sýni. Um er að ræða ópökkuð svínseyru sem seld voru í sjálfvali í verslunum Gæludýr.is og Bendir síðastliðnar fjórar vikur (1.5.2021-6.6.2021).
Upplýsingar um vöru:
- Vöruheiti: Svínseyru
- Innflytjandi: Petmark ehf, Völuteig 6, 270 Mosfellsbæ .
- Framleiðsluland: Þýskaland
- Framleiðandi: Be-So GmbH
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 13.5.2022. ATH engar umbúðir. Innköllunin á við svínseyru keypt í Gæludýr.is og Bendi á sl. 4 vikum
- Geymsluskilyrði: Ambient
- Dreifing: Bendir og verslanir Gæludýr.is
Þeir sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að skila henni á sölustað eða farga henni.
Ítarefni