Salmonella í Pekingönd
Frétt -
09.02.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Salmonella hefur greinst í Pekingönd í eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Matvælastofnun sendi upplýsingarnar til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og hefur innflytjandinn, Íslenskar matvörur, innkallað vöruna af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlitið.
- Vörumerki: Cherry Valley
- Vöruheiti: Duckling (2,1kg)
- Best fyrir: 05/10/2015 – 31/10/2015
- Lotunúmer: L5523
- Framleiðsluland: Bretland
- Dreifing: Verslanir Samkaupa; Nettó, Samkaup Strax og Samkaup Úrval, Kaskó Keflavík og Kaskó Húsavík. Verlsanir Nóatúns, Verslanir Krónunnar; Reykjavíkurvegi, Reyðarfirði, Vallakór, Selfoss, Bíldshöfða, Akranesi, Lindum og Granda, Melabúðin, Þín Verslun og Fjarðarkaup.