Salmonella í kjúklingi
Frétt -
21.02.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
- Rekjanleikanúmer: 001-22-01-6-16. (Heill fugl og bringur)
- Pökkunardagar: 15.02.22 og 16.02.22
- Dreifing: Hagkaups verslanir, Krónan, KR, Nettó, og Kjörbúðin, Olís Varmahlíð
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Reykjagarði ehf.
- Upplýsingarsíða Matvælastofnunnar um meðhöndlun á hráum kjúklingi
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook