Salmonella í blönduðu sjávarfangi
Frétt -
24.06.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
|
Matvælastofnun hafa
borist upplýsingar í gegnum Evrópska viðvörunarkerfið fyrir matvæli og
fóður (RASFF) um að greinst hafi salmonella í blönduðu sjávarfangi
(Seafood Mix Marinaramix) sem flutt var til Íslands. Blandan er frá Víetnam og inniheldur 3 tegundir sjávarfangs þ.e. kolkrabba, kræklinga og rækjur (Parapenaeopsis hardwickii). Salmonella greindist í vörunni í Svíþjóð og yfirvöld þar í landi sendu tilkynningu inn í viðvörunarkerfið. Varan var endurpökkuð hér á landi og var þá risarækju og kræklingi bætt í blönduna. Búið er að innkalla blönduna af markaði og eru neytendur sem keypt hafa vöruna varaðir við að neyta hennar en hún er örugg til neyslu ef tryggt er að kjarnhiti vörunnar nái 72°C við suðu eða steikingu. |
Vöruheiti: Sjávarkokteill
Auðkenni/skýringartexti: Varan var merkt Fiska.is
Greinst hefur Salmonella í hráefnum sem eru í Sjávarkokteil með pökkunardagsetningar frá 1. 12. 2010 1.5. 2011.
Laga- /reglugerðarákvæði: 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli
Dreifing: Kolaportið, heimsendingar á vegum netverslunarinnar fiska.is, verslunin Made in Thailand
Blandaða sjávarfangið Seafood Mix Marinaramix var selt til tveggja veitingahúsa og er búið að innkalla vöruna þaðan.
Vöruheiti: Seafood Mix Marinaramix
Ábyrgðaraðili: Norðanfiskur, Vesturgötu 5, Akranesi
Auðkenni/skýringartexti:
Greinst hefur Salmonella í Seafood Mix Marinaramix sem hefur Best fyrir dagsetningu 08/2012
Laga- /reglugerðarákvæði: 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli
Dreifing: Tveir veitingastaðir
Ítarefni