Fara í efni

Salmonella greinist í alifuglum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


 

Salmonella hefur greinst í sýnum tekin við reglubundið eftirlit með slátrun hjá Matfugli þann 23. febrúar og rannsökuð voru á Tilraunastöðinni á Keldum. Við frekari greiningu hjá sýkladeild Landspítala reyndist Salmonella infantis vera á ferð. Rekjanleikanúmer sláturhópsins er 011-10-03-3-22. Alls var slátrað 5996 fuglum, 9695 kg,  af því fóru 1278 kg í sölu.

Fyrirtækið brást skjótt við og innkallaði allt sem farið var til sölu í búðum. Alls komu um 400 kg tilbaka, hinn hlutinn hefur farið í neyslu. Hlutaðeigandi eftirlitsaðilum hefur verið tilkynnt um málið svo og sóttvarnarlækni.


Til að tryggja matvælaöryggi hefur fyrirtækið gert ráðstafanir undir eftirliti héraðsdýralæknis til að þessar vörur fari ekki á markað nema hitameðhöndlaðar. 

  

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?