Fara í efni

Reglur um sölu á lömbum með verndandi arfgerðir

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Birtar hafa verið reglur um sölu og flutning á líflömbum með arfgerðina ARR og mögulega verndandi arfgerð T137 fyrir árið 2023.

Flutningur sauðfjár yfir varnarlínur er bannaður samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993. Matvælastofnun er þó heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu fyrir kynbótagripi. Í ljósi þess að tekin hefur verið ákvörðun um að beita ræktun á verndandi arfgerðum í baráttunni við riðu hafa sérstakar reglur verið settar um sölu og flutning á líflömbum með þessar arfgerðir.

Ítarefni

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um flutninga og sjúkdóma í sauðfé og geitum.


Getum við bætt efni síðunnar?