Fara í efni

Reglugerð 340/2001 um eftirlit með fóðri uppfærð með 25 breytingum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
  Reglugerð 340/2001 um eftirlit með fóðri hefur verið uppfærð með öllum breytingum fram í mars 2007. Reglugerðina í heild sinni má sjá á heimasíðu Landbúnaðarstofnunar undir Lög og reglur / Fóðureftirlit í dálki vinstra megin á síðunni. Í uppfærðri reglugerð hafa 25 breytingar verið teknar inn á viðeigandi staði. Reglugerð nr. 365/2007 um 26. breytingu hefur hins vegar ekki enn verið sett inn á viðeigandi stað. 

Er þar um að ræða breytingar á heimilu hámarki díoxíns og díoxín líkra CBP efna í fóðri og aðgerðarmörk þeirra. Reglugerð nr. 365/2007 um 26. breytingu er að finna undir Lög og reglur / fóðureftirlit á heimasíðu Landbúnaðarstofnunar. 

Getum við bætt efni síðunnar?