Fara í efni

Ráðstefna: Nordic values in the food sector

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Norræna ráðstefnan, Nordic Values in the Food Sector: The way forward in a global perspective, verður haldin 15. - 17. nóvember n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Áhugasömum er bent á vefsíðu ráðstefnunnar þar sem nálgast má dagskrá og skráningareyðublöð. Norræna ráðherranefndin, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, MAST, Matís, og Samtök iðnaðarins standa að ráðstefnunni.


Matvælaiðnaðurinn gegnir veigamiklu hlutverki á Norðurlöndum. Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á öryggi, sjálfbærni, hreinleika, hollustu og rekjanleika matvæla sem framleidd eru á svæðinu. Ráðstefnan mun einbeita sér að þessum lykilþáttum á tímum vaxandi alþjóðlegra viðskipta með hráefni og unnin matvæli. Jafnframt verður tenging matvæla við uppruna, menningu og matargerðarlist á Norðurlöndum til umfjöllunar.

Meðal viðfangsefna á ráðstefnunni verða:


  • Öryggi matvæla í heimi alþjóðavæðingar
  • Samspil milli dýravelferðs, heilbrigðis og greiningar matvæla á markaði
  • Nýsköpun í matvælageiranum
  • Norræn menning og sjálfsmynd vs. nýsköpun
  • Staða matvælaiðnaðar á Norðurlöndum og möguleikar á heimsmarkaði


Markmiðið er að veita yfirsýn yfir stöðu matvælaiðnaðar á Norðurlöndum hvað varðar öryggi og nýsköpun á alþjóðavísu. Leitast verður við að skilgreina áskoranir og framtíðartækifæri fyrir norrænan mat.

Deila neytendur og iðnaðurinn áherslu yfirvalda á sjálfbærni, gæði, hreinleika, heilbrigði og rekjanleika? Hvaða atriði teljast mikilvægust? Hvernig skynja neytendur skilaboð um matvælaöryggi? Hvernig geta Norðurlönd lagt sitt af mörkum á alþjóðavettvangi í framtíðinni hvað snertir stjórnun og nýtingu auðlinda? Hvert eru alþjóðlegrir staðlar að stefna og hvernig geta stefnumótandi aðilar og aðilar úr iðnaðinum haft áhrif á þá? Eru ríkisstjórnir og einkafyrirtæki á Norðurlöndunum að búa til tæknilegar hindranir vegna áherslna sinna á hugtök eins og öryggi, hreinleika, heilsu, sjálfbærni og rekjanleika? Hvaða framtíðartækifæri og áskoranir standa frammi fyrir norrænum mat?

Fulltrúar frá mismunandi hagsmunaaðilum munu ræða þessi mál frá þeirra sjónarhóli. Ráðstefnan er ætluð matvælaiðnaðinum, vísindamönnum, neytendasamtökum, stefnumótandi aðilum og yfirvöldum. Niðurstöður verða birtar á vefsíðu ráðstefnunnar.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?