Fara í efni

Þráðormasýking í göngulaxi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
  Frá því snemma í sumar hefur töluvert borið á bólginni og jafnvel blæðandi gotrauf í nýgengnum laxi í ám nánast allt í kringum landið. Sömu einkenni sáust einnig í laxi í a.m.k. einni sunnlenskri á sl. sumar. Tíðni einkenna hefur verið há, veiðimenn hafa jafnvel talað um annan til þriðja hvern lax á vissum stöðum. Nýlega fréttist af nákvæmlega sömu einkennum í villtum göngulaxi í ám í Englandi, Wales og Skotlandi 

Frá því snemma í sumar hefur töluvert borið á bólginni og jafnvelblæðandigotrauf í nýgengnum laxi í ám nánast allt í kringum landið. Sömu einkenni sáust einnig í laxi í a.m.k. einni sunnlenskri á sl. sumar. Tíðni einkenna hefur verið há, veiðimenn hafa jafnvel talað um annan til þriðja hvern lax á vissum stöðum. Nýlega fréttist af nákvæmlega sömu einkennum í villtum göngulaxi í ám í Englandi, Wales og Skotland

Þar varð þessi kvilli fyrst áberandi sumarið 2006 og nú í sumar er þetta vandamál mjög útbreitt um allar Bretlandseyjar. Þar liggur formleg sjúkdómagreining ekki fyrir ennþá en líklegt má telja að um sama hlut sé að ræða eftir samtöl við þarlenda aðila og myndir sem þaðan hafa borist.


Nú liggur fyrir endanleg greining orsakavaldsins á Rannsóknadeild fisksjúkdóma á Keldum og er hann hringormurinn/hvalaormurinn Anisakis simplex.


Til frekari fróðleiks (með myndum) er bent á nýja frétt af þessum kvilla og greiningu hans á heimasíðu Keldna (http://www.keldur.hi.is/Gotraufarbl.pdf)



Getum við bætt efni síðunnar?