Fara í efni

Rannsóknir á fuglaflensu á Íslandi 2007

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Á árinu 2007 voru tekin 217 blóðsýni úr alifuglum á fuglabúum víðsvegar um landið og reyndust þau öll neikvæð gegn fuglaflensu. Úr villtum fuglum voru tekin alls 465 stroksýni (kok- og/eða saursýni) og reyndust þau einnig öll neikvæð gegn fuglaflensu. Sýnin úr villtum fuglum skiptust þannig, úr vatnafuglum 311 sýni, úr strandfuglum 89 sýni og úr vaðfuglum 65 sýnI. Sýnin úr villtum fuglum voru tekin vítt og breytt um landið, aðallega þó á S-Austurlandi og S-Vesturlandi.


Getum við bætt efni síðunnar?