Fara í efni

Óverulegt kadmíum í áburði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eins og kunnugt er reyndist áburður sem Skeljungur hf. flutti inn á síðasta ári innihalda meira af þungmálminum kadmíum en heimilt er samkvæmt íslenskum reglum. Fyrirtækinu var því bannað að dreifa áburði á þessu ári fyrr en Matvælastofnun hefði tekið sýni af honum og látið efnagreina og að niðurstöðurnar sýndu að áburðurinn stæðist kröfur.

Við komu áburðarins til landsins tók Matvælastofnun sýni af eftirfarandi 9 áburðartegundum: Sprettur 12-12-20+B+Avail, Sprettur 26-13, Sprettur 16-15-12, Sprettur 20-10-10+Avail, Sprettur 12-18-15+Avail, Sprettur 22-7-6+Se, Sprettur 20-12-8+Se, Sprettur DAP og Sprettur 27-6-6. Niðurstöðurnar sýna að kadmíum (Cd) í áburðinum er undir 5 mg á kg fosfórs (P) og því vel neðan við leyfilegt hámark.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?