Þörungaeitur í skelfiski úr Hvalfirði
Frétt -
10.06.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Mælingar á eitruðum þörungum í sjó sýna að talsverð hætta er á DSP og ASP eitrun við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði. Sýni voru tekin 30. maí í Hvalfirði og greindust þörungar af tegundunnum Dinophysis og Pseudo-nitzschia yfir viðmiðunarmörkum, en einnig finnast Alexandrium tegundir sem valda PSP eitrun í firðinum. Alexandrium tegundir sem valda PSP eitrun hafa komið upp á öllum svæðum sem MAST og Hafrannsóknarstofnunin fylgjast með á undanförnum vikum eða í Breiðafirði, Eyjafirði, Hvalfirði og Steingrímsfirði, en tegundin hefur ekki náð umtalsverðu magni enn sem komið er. |
Á svæðum þar sem eiturþörungar greinast í sjó er ávallt hætta á að skelfiskur innihaldi þörungaeitur og ber því að forðast neyslu á skelfiski, t.d. kræklingi frá þeim svæðum þegar eiturþörungar mælast yfir viðmiðunarmörkum. Þar sem fjöldi eiturþörunga breytist hratt á þessum tíma árs er ekki óhætt að neyta skelfisks nema að heilnæmi hans hafi verið staðfest með mælingum á þörungaeitri í sjálfri skelinni. MAST greinir magn þörungaeiturs í skel af tveimur svæðum, Breiðafirði og Eyjafirði.
Ítarefni