Fara í efni

Orðsending vegna inflúensufaraldurs

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.



 

Vegna inflúensufaraldursins sem nú geisar eru bændur, hestamenn og aðrir sem ábyrgir eru fyrir skepnum hvattir til að huga að því hvernig þeir eru í stakk búnir til að bregðast við ef margt heimilisfólk eða starfsfólk á búum þeirra veikist samtímis. Þótt þessi faraldur sé tiltölulega vægur er allur varinn góður. Rétt er einnig að hafa í huga að annað getur valdið því að margir á sama heimili eða vinnustað forfallist, t.d. nátturuhamfarir. Mikilvægt er að allir íhugi hvaða afleiðingar slíkt getur haft. T.d. þurfa bændur og hestamenn að tryggja að þeir hafi möguleika á að kalla til afleysingafólk með skömmum fyrirvara, til að sinna umhirðu og fóðrun skepna og öðrum bústörfum. Það þarf að vera fólk sem kann vel til verka og þekkir staðhætti. Best er að vinir, vandamenn eða nágrannar hjálpist að og undirbúi sig fyrir að leysa hver annan af.


Hver og einn ætti a
ð gera skriflega viðbragðsáætlun þar sem fram koma m.a. eftirtaldar upplýsingar:

 

  • Nöfn, heimilisföng og símanúmer þeirra sem leita má til

  • Fjöldi búfjár og staðsetning þeirra í húsum og beitarhólfum

  • Upplýsingar um veikindi, burði og aðra mikilvæga þætti varðandi skepnurnar

  • Leiðbeiningar um helstu verk, s.s. fóðrun og mjaltir

  • Kort yfir beitarhólf

  • Upplýsingar um fóður, s.s. staðsetningu og birgðir

  • Upplýsingar um mikilvægasta tækjabúnað


Áætlunina þarf að yfirfara og endurskoða reglulega.

Svína- og alifuglabændur þurfa einnig að athuga að fólk getur hugsanlega smitað svín og alifugla og því er óæskilegt að fólk með inflúensueinkenni sé að störfum í svína- og alifuglahúsum.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?