Fara í efni

Opnað fyrir skil á haustskýrslum 2018

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skráningar haustskýrslna í Bústofni, www.bustofn.is. Í samræmi við lög um búfjárhald skulu umráðamenn búfjár árlega skila inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir. 

Matvælastofnun ætlast til að allir umráðamenn hrossa skili haustskýrslum en athygli er vakin á að búfjáreigendur sem eingöngu hafa umráð yfir hrossum geta nú bæði skráð haustskýrslu og sótt upplýsingar í gegnum WorldFeng. 

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli.

Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

Ítarefni

This is a reminder that your autumn livestock report is now accessible on www.bustofn.is. Deadline for individuals to file their autumn report is November 20th 2017.


Getum við bætt efni síðunnar?