Fara í efni

Opið hús hjá Landbúnaðarstofnun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Laugardaginn 2. júní nk. verður opið hús hjá Landbúnaðarstofnun á Selfossi frá klukkan 13:00 - 16:00. Þá verður stofnunin opin fyrir gesti og starfsemi hennar kynnt, auk þess sem ný heimasíða verður formlega tekin í notkun.

Gestum verður boðið uppá að hlýða á stutt erindi um starfsemi stofnunarinnar.
Starfsmannafélagið Búálfar mun sjá um að grilla pylsur ofan í mannskapinn.


Dagskrá

Kl. 13:00

Húsið opnað

Kl. 13:10 - 13:20     

Ávarp nýs landbúnaðarráðherra – opnun nýrrar heimasíðu
Einar Kr. Guðfinnsson

Kl. 13:20 – 13:40

Erindi um störf og skipulag Landbúnaðarstofnunar
Jón Gíslason, forstjóri

Kl. 14:00 – 14:15

Erindi um forvarnir og viðbrögð við dýrasjúkdómum
Auður Lilja Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir

Kl. 14:45 – 15:00

Erindi um heilbrigði íslenskra landbúnaðarafurða
Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvæla- og umhverfissviðs



Getum við bætt efni síðunnar?