Fara í efni

Ómerktir ofnæmisvaldar í bókhveiti-, hirsi- og kínóavörum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk eða sojapróteinum við neyslu á tilteknum bókhveiti-, hirsi- og kínóavörum vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda. Vörurnar voru til sölu í verslun Bænda í bænum að Grensásvegi 10 og í netverslun fyrirtækisins. Þær innihalda mjólkurduft og sojaprótein án þess að það komi fram á merkingum.

Matvælastofnun bárust upplýsingar um þessar vörur í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið.  Fyrirtækið hefur tekið vörurnar úr sölu, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Mynd af bókhveiti-, hirsi- og kínóavörum

Ljósmynd: Bændur í bænum

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Boveteflingor, hirsflingor, quinoaflingor, quinoamjöl
  • Strikanúmer: 731773152005, 7317731521104, 7317731520305, 7317731521104, 7317731521401, 7317731520305 og 7317731521906
  • Nettómagn: 250 g og 300 g
  • Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar
  • Innflytjandi: Græni hlekkurinn, postur@bænduribaenum.is
  • Framleiðandi: Saltå Kvarn
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Dreifing: Bændur í bænum Grensásvegi 10 og netverslun Bændur í bænum

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólkurdufti og
sojapróteini. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir mjólkurdufti
eða sojapróteini eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Bændur í
bænum, Grensásvegi 10 á milli 11:00 – 18:15 virka daga. Nánari upplýsingar fást hjá Gunnari í síma 770 7835 eða á netfanginu: postur@bænduribaenum.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?