Fara í efni

Ómerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í curry paste og núðlum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol við við neyslu á Panang Curry Paste, Kari Curry Paste og Samyang Cheese Ramen núðlum vegna vanmerkinga á ofnæmis- og óþolsvöldum. Panang Curry Paste og Kari Curry Paste innihalda rækjur en Samyang Ramen núðlur innihalda hveiti, mjólk, soja og sesam. Verslunin Álfheimar hefur innkallað vörurnar af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin á  við um eftirfarandi þrjár framleiðslulotur:

 • Vöruheiti: Panang Curry Paste    
 • Framleiðandi: Nittaya Thai Curry Products
 • Þyngd: 50 gr
 • Best fyrir dagsetning: 26.8.2021
 • Strikamerki: 8 855237 000581
 • Framleiðsluland: Taíland
 • Dreifing: Verslunin Álfheimar

Panang Curry Paste

 • Vöruheiti: Kari Curry Paste    
 • Framleiðandi: Nittaya Thai Curry Products
 • Þyngd: 50 gr
 • Best fyrir dagsetning: 6.9.2020
 • Strikamerki: 8 855237 000598
 • Framleiðsluland: Taíland
 • Dreifing: Verslunin Álfheimar

Karu Curry Paste

 • Vöruheiti: Stir-fried Noodle Hot Spicy Chicken Cheese Flavor Ramen
 • Framleiðandi: Samyang Foods Co., Ltd
 • Þyngd: 140 gr
 • Best fyrir dagsetning: 25.1.2023
 • Strikamerki: 8 801073 113268
 • Framleiðsluland: Norður- Kórea
 • Dreifing: Verslunin Álfheimar

 Samyang núðlur

Neytendur sem keypt hafa vörurnar geta skilað þeim í Verslun Álfheima þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Vakin er athygli á því að þeir sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir ofantöldu þurfa ekki að forðast vörurnar.

 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?