Fara í efni

Ólöglegt varnarefni í brauðstöngum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Grissini sesam brauðstöngum. Varan inniheldur varnarefnið etýlen oxíð sem ekki er leyfilegt að nota í matvælaframleiðslu. Krónan, sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Buon Pane
  • Vöruheiti: Grissini
  • Strikanúmer: 8005221101842
  • Nettó magn: 1kg
  • Best fyrir: 18.3.2021
  • Framleiðsluland: ítalía
  • Dreifingaraðili Krónan
  • Dreifing: Krónan Akrabraut, Krónan Fitum, Krónan Flatahrauni, Krónan Grafarholti, Krónan granda, Krónan Lindum, Krónan Mosfellsbæ, Krónan Norðurhellu, Krónan Selfossi, Krónan Vallarkór

Grissini

Viðskiptavinum sem verslað hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun. Nánari upplýsingar veitir Kristín Þorleifsdóttir á netfanginu kristin@kronan.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?