Fara í efni

Ólöglegt litarefni í pálmolíu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af pálmolíu Nina palm oil sem fyrirtækið Lagsmaður ehf.  flytur inn og selur í sinni verslun Fiska.is. Fyrirtækið hefur innkallað pálmolíuna af markaði með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins HEF. Innköllun er vegna þess að það greindist í vörunni ólöglegt litarefni Súdan red sem er bannað að nota í matvælaframleiðslu.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Nina
  • Vöruheiti: Palm oil 500ml
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir / Lotunúmer: 03/2024 – 2022.2608
  • Framleiðsluland: Gana
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

pálmatré

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, Kópavogur.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?