Of mikið B6-vítamín í fæðubótarefni
Frétt -
15.05.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á fæðubótarefninu B-SÚPER. Heilsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið af markaði vegna of mikils magns af B6-vítamíni. Varan inniheldur 50mg B6 í hverjum skammti en efri öryggismörk skv. matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) eru 25mg á dag.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Guli miðinn- B-súper 30 og 120 töflur
- Vörunr: 00b30a og 00b20a
- Strikanr: 5690684000196 og 5690684000172
- Framleiðslulota: Allar
- Dagsetning: Allar
- Dreifing: Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyfjum og Heilsu, Apótekaranum, Apótekinu, Krónunni, Nettó, Urðarapóteki, Apótek Mos, Iceland, Lyfjaveri, Borgarapóteki, Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Reykjanesapóteki, Garðsapóteki, Kaupfélagi Skagfirðinga og Austurbæjarapóteki
Of mikið magn B6-vítamíns getur leitt til einkenna eins og skyntruflana, doða í höndum og fótum, ljósnæmi o.fl. Einkenni hverfa yfirleitt þegar neyslu er hætt.
Þeir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að skila henni á sölustað gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 517 0670.
Ítarefni
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Fréttatilkynning Heilsu ehf.
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um innkallanir
Frétt uppfærð 15.05.18 kl. 16:18