Fara í efni

Nýtt riðutilvik í Árnessýslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 


  Greinst hefur riða í einni kind á bænum Hurðarbaki í Flóahreppi. Grunur vaknaði vegna sjúkdómseinkenna í kindinni og voru sýni send á Tilraunastöðina að Keldum þar sem greining riðu var staðfest.

Ráðherra hefur verið upplýstur um málið og vinnur Matvælastofnun nú að undirbúningi niðurskurðar og samningagerðar. Sömuleiðis er unnið að gagnasöfnun vegna faraldsfræðirannsóknar.

Nánari upplýsingar er að fá hjá Matvælastofnun í síma 530 4800.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?